Gabríel Sindri til Njarðvíkur
Bakvörðurinn Gabríel Sindri Möller mun leika með Njarðvík á næsta tímabili í Domino´s-deild karla í körfu. Gabríel er uppalinn í Njarðvík, hann lék með Gnúpverjum í 1. deildinni á síðasta tímabili, en hann fór til Gnúpverja á venslasamning. Gabríel hlaut á dögunum Elfarsbikarinn á lokahófi yngri flokka í Njarðvík en hann er afhentur efnilegasta leikmanni karla í yngri flokkum.
Gabríel gerði samning til eins árs og hefur hann verið lykilmaður íunglingaflokki, Gabríel var valinn í æfingahóp U20 ára liðs Íslands sem leikur í Evrópukeppninni í sumar.