Mánudagur 21. október 2013 kl. 10:10
Fyrstur Grindvíkinga með svarta beltið
Björn Lúkas Haraldsson taekwondokappi er fyrsti Grindvíkingurinn til þess að fá svarta beltið í taekwondo en prófin voru haldin um helgina.
Alls voru 10 keppendur sem þreyttu svartabeltisprófið. Björn Lúkas stóðst það með stæl. Björn Lúkas var valinn íþróttamaður ársins í Grindavík á síðasta ári.