Fyrstu umferð lýkur með stórleik í kvöld
Fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í körfuknattleik lýkur í kvöld þegar tveir leikir fara fram. Báðir hefjast þeir kl. 19:15 en leikið er í Keflavík og í Ásgarði í Garðabæ.
Í Sláturhúsinu við Sunnubraut verður sannkallaður Suðurnesjaslagur þegar Keflvíkingar fá Grindavík í heimsókn. Keflvíkingar tefla fram nokkuð breyttu liði frá síðustu leiktíð en Grindvíkingar hafa bætt við sig einum leikmanni í hinum sterka miðherja Igor Beljanski sem lék með Njarðvík á síðustu leiktíð.
Breytingar hjá Grindavík fyrir leiktíðina:
Komnir:
Igor Beljanski og Hjörtur Harðarson
Farnir:
Sigurður Sigurbjörnsson
Breytingar hjá Keflavík fyrir leiktíðina:
Komnir:
Vilhjálmur Steinarsson, Sigurður Sigurbjörnsson, Antony Susnajara, B.A. Walker og Tommy Johnson.
Farnir:
Sverrir Þór Sverrisson, Halldór Halldórsson og Sebastian Hermanier.
Úrslitin úr fyrstu fjórum leikjunum í fyrstu umferðinni í gær:
KR 100-78 Fjölnir
UMFN 84-71 Snæfell
VF-Mynd/ [email protected] - Jonathan Griffin treður hér í leik gegn Keflvíkingum á síðustu leiktíð. Von er á hörkuslag í Sláturhúsinu í kvöld og Suðurnesjamenn sem og aðrir körfuknattleiksunnendur eru hvattir til þess að fjölmenna og láta vel í sér heyra.