Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Fyrstu stig Grindavíkur
Föstudagur 25. maí 2018 kl. 09:38

Fyrstu stig Grindavíkur

Grindavík mætti Stjörnunni í gærkvöldi í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu og náði liðið að tryggja sér sín fyrstu stig í deildinni ásamt því að skora sín fyrstu mörk. Lokatölur leiksins voru 2-3 fyrir Grindavík.

Leikurinn byrjaði með svakalegri sprengju en Stjarnan komst 1-0 yfir á 10. mínútu með marki frá Katrínu Ásbjörnsdóttur, aðeins tveimur mínútum seinna náði Grindavík að jafna metin með marki frá Maríu Sól Jakobsdóttur og staðan því orðin 1-1. Grindavík bætti við sínu öðru marki á 33. mínútu þegar Rio Hardy skoraði og Grindavík leiddi því 2-1 í hálfleik.

Public deli
Public deli

Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri og á 49. mínútu jafnaði Harpa Þorsteinsdóttir metin fyrir Stjörnuna 2-2. Rilany Aguiar Silva fékk gult spjald á 53. mínútu en Rio Hardy skoraði sitt annað mark í leiknum á 69. mínútu og Grindavík komið í 3-2 forystu, Grindavík lét þá forystu ekki af hendi það sem eftir leið leiks. 

Tvíburasysturnar Rio og Steffi Hardi voru komnar með leikheimild fyrir leikinn í gær og það munaði svo sannarlega um Rio í framlínunni í leiknum. Eva María Jónsdóttir kom inn á á 86. mínútu fyrir Maríu Sólk Jakobsdóttur en leikurinn var flautaður af á 93. mínútu og fyrstu stig og mörk Grindavíkur í hús í sumar.

Mörk leiksins:

1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('10)
1-1 María Sól Jakobsdóttir ('12)
1-2 Rio Hardy ('33)
2-2 Harpa Þorsteinsdóttir ('49)
2-3 Rio Hardy ('69)