Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrstu Íslandsmeistaratitlum Júdódeildar UMFN landað
Mánudagur 14. nóvember 2011 kl. 09:41

Fyrstu Íslandsmeistaratitlum Júdódeildar UMFN landað

Um helgina var haldið Íslandsmeistaramót ungmenna í Brasilísku jiu-jitsu. Njarðvíkingar sendu 18 galvaska keppendur, sem margir hverjir voru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. Júdódeildin eignaðist þrjá nýja íslandsmeistara í greininni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Grindvíkingurinn knái, Björn Lúkas Haraldsson, sigraði 14-17 ára -88 kg flokkinn með nokkrum yfirburðum. Þess má geta, að Björn Lúkas er Íslandsmeistari og tvöfaldur Norðulandameistari í Júdó með Júdódeild Grindavíkur, tvöfaldur Íslandsmeistari í Brasilian Jiu Jitsu og vann til bronsverðlauna í Norðurlandameistaramóti fullorðina fyrir Júdódeild Njarðvíkur/Sleipni í sömu grein, aðein 16 ára gamall.


Annar Grindvíkingur, Guðjón Sveinsson, kom öllum á óvart og nældi sér í brons í 70kg flokki 14-17ára.


Bjarni Darri Sigfússon sem er 12 ára gamall, sigraði allan 12-14 ára flokkinn og varð Íslandsmeistari. Hann hefur því unnið til verðlauna í öllum stærstu fangbragðamótum sem keppt er í á Íslandi, Haustmóti JSí (bronz) Meistarmót Íslands í glímu (silfur), Íslandsmeistaramót í Bjj (gull).


Í yngsta flokknum 8-11 ára, unnu keppendur Júdódeildarinnar næstum allt sem þeir gátu unnið. Fjórir keppendur tóku þátt, það voru þeir Hilmar Þór Magnússon, Samúel G Luppi, Hermann Nökkvi Gunnarsson og Aron Viðar Atlason. Keppt var í þremur þyngdarflokkum. Í þyngsta flokknum +40kg Var Hilmar í fyrsta sæti, Samúel í öðru og Hermann í því þriðja. Það má taka það fram að Hermann er einungis 8 ára gamall.


Í kvennaflokki átti Júdódeild UMFN einn keppanda, Sóley Þrastardóttir. Þar sem Sóley var of öflug fyrir kvennaflokkinn, var hún látin keppa í karlaflokki og stóð verulega í andstæðing sínum. Helgin var í alla staði frábær og gott veganesti inn í framtíðina, segir í fréttaskeyti frá Júdódeild UMFN.