Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 5. september 2000 kl. 11:07

Fyrsti titill Grindvíkinga í höfn

Grindvíkingar tryggðu sér í gærkvöldi sigur í deildabikarkeppni KSÍ þegar þeir lögðu Valsmenn, 4:0, í síðbúnum úrslitaleik sem fram fór á Laugardalsvelli. Upphaflega stóð til að liðin lékju úrslitaleikinn í vor en KSÍ ákvað að fresta honum og leika hann við betri skilyrði nú í byrjun september. Sverrir Þór Sverrisson skoraði fyrsta mark Grindavíkur eftir átta mínútur. Goran Lukic bætti öðru marki við á 35. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Í síðari hálfleik gerði Sinisa Kekic þriðja mark Grindavíkur á 66. mínútu með skalla eftir góða fyrirgjöf Ólafs Arnar Bjarnasonar. Hann gerði síðan út um leikinn með þrumuskoti rétt fyrir leikslok og 4:0 sigur var í höfn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024