Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 21. desember 2002 kl. 18:31

Fyrsti titilinn í hús hjá Keflavíkurstúlkum

Keflavíkurstúlkur lönduðu fyrsta "stóra" titlinum sínum á tímabilinu þegar þær sigruðu stöllur sínar úr KR, 80:55, í úrslitaleik Kjörísbikarsins sem fram fór í Smáranum í Kópavogi í dag. Sigurinn var verðskuldaður enda voru Keflavíkurstúlkur miklu mun betri í leiknum, þá sér í lagi í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var, 40:15, Keflavík í hag.Með spilamennsku eins og þeirri sem Keflavíkurstúlkur hafa verið að sýna það sem af er tímabilinum verður þetta örugglega ekki síðasti titill liðsins en þær hafa ekki enn tapað leik og verður það að teljast frábær árangur enda töluvert búið af leikjum, bæði í deild og bikar.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024