FYRSTI TAPLEIKURINN SÍÐAN 1997
Villuvandræði Fannnars Ólafssonar og Chianti Roberts hjá Íslandsmeisturum Keflvíkinga urðu þeim dýrkeypt gegn Haukaliði Ívars Ásgrímssonar sem stóðu upp sem sigurvegarar 82-87. Fyrsti tapleikur Keflvíkinga á heimavelli í rúm tvö ár staðreynd. Annars þurfti engan stórleik Hauka til því Keflvíkingar voru afar-arfaslakir en áttu þó möguleika á sigri fram á síðustu mínútu en köstuðu honum frá sér. Gunnar Einarsson var bestur Keflvíkinga og skoraði 21 stig.