Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti sigurinn í höfn
Fimmtudagur 4. ágúst 2005 kl. 15:07

Fyrsti sigurinn í höfn

Íslenska karlaliðið í körfuknattleik skipað leikmönnum 16 ára og yngri vann sinn fyrsta sigur í gærkvöldi á Evrópumótinu í Leon á Spáni. Liðið lagði Pólverja að velli 68-66 þar sem Hjörtur Hrafn Einarsson gerði 20 stig og Rúnar Ingi Erlingsson gerði 19 stig en þeir koma báðir úr herbúðum UMFN.

Pólverjar leiddu leikinn í hálfleik 36-37 en í 4. leikhluta lokaði íslenska vörnin fyrir sóknaraðgerðir Pólverja og unnu góðan sigur. Hjörtur Rafn Einarsson gerði sigurkörfu Íslands þegar 1 mínúta og 19 sekúndur voru til leiksloka, Pólverjar náðu ekki að svara og sigurinn féll Íslandi í skaut.

Íslendingar leika gegn Slóvenum í kvöld og með sigri í leiknum halda Íslendingar þátttökurétti sínum í A-deild Evrópumótsins. Tapi íslenska liðið leiknum verður leikið til þrautar í milliriðlum um hvaða lið falla niður í B-deild Evrópukeppninnar.

Hægt er að fylgjast nánar með strákunum hér: http://www.blog.central.is/89strakar



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024