Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti sigur Reynismanna í 1. deildinni
Þriðjudagur 8. nóvember 2005 kl. 16:40

Fyrsti sigur Reynismanna í 1. deildinni

Reyni Sandgerði sigraði KFÍ naumlega, 69-67, í 1.deild karla í körfuknattleik á laugardaginn. Jafnræði var með liðunum framan af, en KFÍ leiddi 21-22 eftir fyrsta leikhluta. Reynis menn tóku heldur betur við sér í öðrum leikhluta og unnu hann 24-11 og leiddu þar með í hálfleik 45-33.

Jafnræði var með liðum í þriðja leikhluta, 18-19, og staðan 63 - 52. Reynismenn voru nálægt því að kasta frá sér sigrinum í lokin misheppnuðum skotum hvað eftir annað og KFÍ tóku fjórða leikhluta 6-15. Lokastaðan var hins vegar 69 - 67 fyrir Reynismönnum og fyrsti sigurinn í 1.deild karla í vetur staðreynd.

Sigurður Gunnar Þorsteinsson var stigahæstur hjá KFÍ með 16 stig og 12 fráköst.

Sigurður Sigurbjörnsson var stigahæstur hjá Reyni með 24 stig og 5 stolna bolta.

Næsti leikur Reynis er laugardaginn 12.nóv. við Stjörnuna í Garðabæ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024