Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti sigur Njarðvíkur
Miðvikudagur 21. mars 2018 kl. 21:10

Fyrsti sigur Njarðvíkur

Njarðvík landaði sínum fyrsta sigri í kvöld í Domino´s-deild kvenna í körfu þegar liðið sigraði Breiðablik á útivelli. Eftir ósigur í 26 leikjum í röð kom loksins sigur en liðið er þó enn í neðsta sæti deildarinnar og mun leika í 1. deild á næstu leiktíð. Lokatölur leiksins voru  59-77.

Næsti leikur Njarðvíkur verður nágrannaslagur af bestu gerð en Keflavík mætir í Ljónagryfjuna þann 24. mars nk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru,  Shalonda R. Winton 31 stig ,17 fráköst og 6 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 13 stig, Björk Gunnarsdótir 10 stig og 5 stoðsendingar, Erna Freydís Traustadóttir 9 stig og 5 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 8 stig og 9 fráköst og  María Jónsdóttir 4 stig og 9 fráköst.