Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti sigur Njarðvíkinga undir stjórn Sigurðar
Föstudagur 16. október 2009 kl. 08:29

Fyrsti sigur Njarðvíkinga undir stjórn Sigurðar


Njarðvík hafði betur gegn ÍR í gær þegar liðin mættust í fyrstu umferð Iceland Express deilar karla. Úrslit leiksins urðu 88-70 fyrir Njarðvík sem spilaði í fyrsta skipti undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar. Leikurinn fór fram í Íþróttahúsi Kennaraháskólans.

ÍR-ingar voru nokkuð sprækir í upphafi og komust í 11-8 með þremur þriggja stiga körfum. Njarðvíkingar létu hamagang gestgjafanna ekki slá sig út af laginu, jöfnuðu leikinn og var staðan 25-24 fyrir ÍR eftir fyrsta leikhluta. Mikil baraátta einkenndi leikinn í öðrum leikhluta en Njarðvíkingar náðu undirtökunum voru voru með sjö stiga forystu í hálfleik, 44-37.

Njarðvíkingar tóku leikinn föstum tökum í seinni hálfleik og náðu 20 stiga forskoti sem þeir héldu þar til undir lokin en leikurinn endaði með 18 stiga mun eins og áður segir.

Magnús Gunnarsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 24 stig og næstur honum kom Jóhann Árni Ólafsson með 21 stig.
--

Mynd/www.karfan.is – Magnús Gunnarsson var öflugur í leik Njarðvíkinga í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024