Fyrsti sigur Keflavíkurkvenna
Keflavík tók á móti Stjörnunni í Lengjubikarkvenna í knattspyrnu í gærkvöld og þar höfðu Keflavíkurkonur sinn fyrsta sigur í keppninni er þær lögðu Garðbæinga 2-0 í Reykjaneshöll.
Guðný Petrína Þórðardóttir gerði fyrsta mark Keflavíkur á 35. mínútu en Vesna Smilijovic gerði síðara mark Keflavíkur og þar með var fyrsti sigurinn í höfn.
Keflavík er í 4. sæti í A deild kvenna í Lengjubikarnum og leikur næst gegn Fylki þann 17. apríl í Egilshöll.
VF-mynd/ Úr safni - Guðný Petrína skoraði fyrir Keflavík í gær