Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti sigur Karenar kom með stæl
Karen og Heiða systir hennar fagna draumahögginu hjá Karen.
Mánudagur 31. júlí 2017 kl. 13:36

Fyrsti sigur Karenar kom með stæl

Fór holu í höggi og sigraði á Borgunarmótinu á Eimskipsmótaröðinni

Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja sigraði á Borgunarmótinu á Hvaleyrarvelli sem lauk í gær en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni. Karen gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á þriðja hring á 6. braut vallarins sem er 131 metri.

Karen hóf þriðja keppnisdaginn sex höggum á eftir klúbbfélaga sínum úr GS, Kingu Korpak, sem hafði leikið magnað golf fyrstu tvo dagana. Kinga náði sér hins vegar ekki á strik á þriðja degi og endaði í 3. sæti mótsins en hún er aðeins 13 ára gömul Karen lék hins vegar mjög vel og tryggði sér sigur í fyrsta sinn á mótaröð þeirra bestu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Karen stóð sig einnig vel á Íslandsmótinu í höggleik sem leikið var Hvaleyrinni helgina á undan og varð þar í 4. sæti.

Karen einbeitt á teig á Hvaleyrarvelli. Kinga er á neðri myndinni en hún endaði í 3. sæti.