Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti sigur Hauka á Keflavík í 15 ár
Terrence Watson treður hér í andlitið á heimamönnum. Ljósmynd/Skúli/karfan.is
Föstudagur 28. febrúar 2014 kl. 10:06

Fyrsti sigur Hauka á Keflavík í 15 ár


„Trúin flytur fjöllin og menn þurfa að trúa því að hægt sé að vinna Keflavík,“ sagði Haukamaðurinn Ívar Ásgrímsson  eftir síðasta sigur Hauka gegn Keflavík fyrir fimmtán árum. Í gærkvöldikvöld endurvöktu þeir rauðklæddu þessa trú og sigruðu slaka Keflvíkinga í TM-höllinni 81-90 í Domino's deildinni í körfubolta.

Jafnt var á öllum tölum í hálfleik þar sem bæði lið höfðu skorað 46 stig og enn var jafnt þegar leið að lokum leiksins. Síðustu mínúturnar Haukamenn miklu duglegri og tryggðu sér níu stiga sigur á þreyttum heimamönnum. Lykilmenn Keflvíkinga, þeir Michael Craion og Darrel Lewis brugðust og við því mega heimamenn ekki.
Stigahæstir þeirra voru Guðmundur Jónsson með 19 stig, Magnús Þór Gunnarsson með 18 og Craion með 17. Terrence Watson skoraði 28 stig fyrir Hauka.

Keflvíkingar eru þrátt fyrir þetta tap nokkuð öruggir í 2. sæti í deildinni en KR eru efstir. Í 3. sæti eru Grindvíkingar og Njarðvík í því fjórða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024