Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fyrsti sigur Grindvíkinga kom í bragðdaufum grannaslag
Miðvikudagur 6. júní 2012 kl. 21:50

Fyrsti sigur Grindvíkinga kom í bragðdaufum grannaslag



Grindvíkingar unnu sinn fyrsta sigur í sumar þegar þeir slógu Keflvíkinga út í bikarkeppni KSÍ í kvöld með 0-1 sigri á Nettóvellinum í Keflavík. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og á löngum köflum mjög bragðdaufur.

Það var Alex Feyr Hilmarsson sem skoraði mark Grindvíkinga eftir rétt rúmlega hálftíma leik en skömmu áður höfðu Grindvíkingar átt skot í slá og Alexander Magnússon átti lúmskt skot í utanverða stöngina.

Keflvíkingar áttu líka sín færi í fyrri hálfleik en Óskar Pétursson markvörður gestanna varð vel í nokkur skipti og bjargaði marki.Grindvíkingar náðu að loka vel á spil Keflvíkinga og varnarleikur þeirra var mjög þéttur þar sem fimm menn skipuðu öftustu varnarlínuna.

Í Seinni hálfleik gerðist lítið markvert og Grindvíkingar fögnuðu innilega í leikslok enda hefur liðið ekki haldið hreinu það sem af er sumri og er þetta fyrsti sigur liðsins.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Arnór Ingvi Traustason hjá Keflavík var valinn í U-21 lið Íslands í dag. Hér er hann í háloftunum.

Alex Freyr Hilmarsson fagnar sigurmarki sínu í leiknum.

Óskar Pétursson ver glæsilega frá Jóhanni B. Guðmundssyni.

Jóhann Benediktsson á ferðinni upp kantinn.

Sigurbergur Elísson átti nokkur færi eftir að hann kom inná.





Einari Orra Einarrsyni og Marko Valdimar Stefánssyni sinnaðist í leiknum og uppskáru þeir báðir spjald fyrir vikið.



Glaðir Grindvíkingar í leikslok.

Efsta mynd: Alex Freyr skorar með fínu vinstri fótar skoti.

VF Myndir: Eyþór Sæmundsson og Páll Orri Pálsson.