Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fyrsti sigur Grindavíkur í tvo mánuði
Föstudagur 20. ágúst 2021 kl. 14:11

Fyrsti sigur Grindavíkur í tvo mánuði

Grindvíkingar unnu sinn fyrsta leik í um tvo mánuði í gærkvöldi þegar þeir tóku á móti Þrótti Reykjavík á Grindavíkurvelli í Lengjudeild karla í knattspyrnu.

Þróttur komst yfir í leiknum með marki Róberts Haukssonar á 26. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurður Bjartur Hallsson skoraði svo tvö mörk fyrir Grindavík á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleik og lokastaðan varð 2-1 fyrir Grindavík.

Fimm gul spjöld voru gefin Grindvíkingum í leiknum og þar af fékk Jósef Kristinn Jósefsson að líta gula spjaldið tvisvar. Fyrst á 10. mínútu og svo aftur á 64. mínútu og því voru heimamenn manni færri til leiksloka. Gestirnir í Þrótti nældu sér einnig í þrjú gul spjöld í leiknum.

Grindavík er í 7. sæti Lengjudeildarinnar með 23 stig.