Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 17. maí 2004 kl. 14:22

Fyrsti leikur Njarðvíkinga í kvöld

Í kvöld kl. 20.00 leika Njarðvíkingar sinn fyrsta leik í 1. deildinni í knattspyrnu og eru mótherjarnir lið Breiðabliks.

Leikurinn fer fram á Njarðvíkurvelli og verður eflaust athyglisverður. Breiðablik kemur sterkt til leiks með nýjan þjálfara, Bjarna Jóhannsson, og nýja leikmenn sem eiga eftir að efla hópinn til muna. flestir eru á því að Blikar verði í toppbaráttunni í sumar.

Njarðvíkingar hafa líka bætt við sig mönnum þar sem ber helst að nefna Kristján Helga Jóhannsson frá Keflavík, Alfreð Jóhannsson frá Grindavík og Serbann Milos Janosevic.

Njarðvíkingar stóðu sig með miklum ágætum í 1. deildinni í fyrra og hafa alla burði til að leika það eftir í sumar, en þar skiptir stuðningur áhorfenda miklu máli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024