Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti leikur Loga í kvöld
Föstudagur 20. apríl 2007 kl. 14:30

Fyrsti leikur Loga í kvöld

Logi Gunnarsson fór á sína fyrstu æfingu í gærkvöldi með Gijon í LEB 1 deildinni á Spáni og í kvöld mætir liðið Plus Pujol Lleida sem er í 8. sæti deildarinnar en Gijon er í 17. sæti og á í harðri baráttu við falldrauginn.

 

Logi sat blaðamannafund á fimmtudagskvöld þegar hann kom til landsins og sagði það hafa verið nokkuð óvanalega upplifun að vera eltur á röndum með ljósmynda- og videovélum. Logi segir að LEB 1 deildin sé jafnan talin vera fimmta sterkasta deildin í Evrópu.

 

,,Hérna er 7000 manna höll á tveimur hæðum,” sagði Logi í samtali við Víkurfréttir en liðsskipan kvöldsins var ekki komin á hreint svo það er ekki enn vitað hvort Logi verði í byrjunarliðinu í kvöld.

 

Logi samdi við liðið á fimmtudag og flaug út samdægurs og mun leika með Gijon uns deildinni á Spáni lýkur.

 

[email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024