Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti leikur Hauks og Jóhanns með Keflavíkurliðið í dag
Sunnudagur 7. júní 2015 kl. 07:00

Fyrsti leikur Hauks og Jóhanns með Keflavíkurliðið í dag

mæta Eyjamönnum í sannkölluðum ,,6 stiga leik"

Keflvíkingar mæta Eyjamönnum í 7. umferð Pepsí deildar karla á Nettóvellinum í dag.

Leikurinn er afar mikilvægur báðum liðum sem sitja við botn deildarinnar, Keflvíkingar með 1 stig í 12. sæti og Eyjamenn í 10. sæti með 4 stig. Leikurinn er jafnframt fyrsti leikur Keflavíkur undir stjórn þeirra Hauks Inga Guðnasonar og Jóhanns Birnis Guðmundssonar sem þjálfarar liðsins en félagið sagði þeim Kristjáni Guðmundssyni og Þorkeli Mána Péturssyni upp störfum í vikunni eins og flestum er kunnugt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir Haukur og Jóhann hafa því ekki fengið marga daga til að koma sér fyrir í starfi og er þetta jafnframt í fyrsta sinn sem báðir sinna starfi aðalþjálfara meistaraflokksliðs. Það verður án efa athyglisvert að sjá hvernig heimamenn mæta til leiks í dag en liðið á enn eftir að ná í sinn fyrsta sigur og væri hann kærkominn í dag og þótt fyrr hefði verið.

Leikurinn hefst á slaginu 17:00 á Nettóvellinum.