Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti landsleikurinn í Reykjaneshöll
Landslið Íslands og Færeyja ganga inn á völlinn í Reykjaneshöll nú kl. 16:00. VF-myndir: Hilmar Bragi
Föstudagur 20. febrúar 2015 kl. 16:21

Fyrsti landsleikurinn í Reykjaneshöll

- Stelpurnar í U19 leika gegn A landsliði Færeyja

Fyrsti landsleikurinn sem fram fer í Reykjaneshöll hófst núna kl. 16:00. Þar taka stelpurnar í U19 landsliði Íslands á móti A landsliði Færeyja. Reykjaneshöll er 15 ára um þessar mundir og því tímabært að þar færi fram landsleikur.

Stelpurnar í U19 munu leika tvo vináttulandsleiki gegn A landsliði Færeyja en leikirnir fara fram á föstudag og sunnudag.  Seinni leikurinn fer fram í Akraneshöllinni, sunnudaginn 22. febrúar kl. 19:00.

Fyrir þá sem ekki komast til að berja stelpurnar augum þá verða leikirnir í beinni útsendingu á vefsíðunni Sport TV.

Þessir leikir eru liður í undirbúningi fyrir keppni í milliriðli EM U19 kvenna en Ísland leikur í riðli með Frökkum, Rússum og Rúmenum og verður leikið í Frakklandi, 4. - 9. apríl.  Þessir leikir eru líka mikilvægir færeyska liðinu í undirbúningi sínum fyrir forkeppni EM en þar leikur liðið gegn Andorra, Georgíu og Möltu um laust sæti í undankeppni EM.







Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024