Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti kossinn átti sér stað í fyrsta félagsheimili Þróttar
Hjónin Guðrún Lovísa Magnúsdóttir og Guðmundur Björgvin Jónsson.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 3. mars 2024 kl. 08:18

Fyrsti kossinn átti sér stað í fyrsta félagsheimili Þróttar

Vegleg peningagjöf til Þróttar í minningu ömmu og afa

Val á íþróttamanni ársins hjá Þrótti Vogum fór fram 1. febrúar síðastliðinn og við það tilefni stóð einn harðasti stuðningsmaður félagsins, Gunnar Júlíus Helgason, upp á samkomunni og kvað sér hljóðs.

Það var falleg stund þegar Gunnar bað um orðið og afhenti Þrótti veglega peningagjöf í minningu ömmu sinnar og afa, þeirra Guðrúnar Lovísu Magnúsdóttur og Guðmundar Björgvins Jónssonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Gunnar afhendir Stefáni Óla Sæbjörnssyni, sem tók við gjöfinni fyrir hönd Þróttar, ávísun til staðfestingar.

Fram kom í ræðu Gunnars að þau hefðu verið borin og barnfædd í Vogunum og hefðu tekið virkan þátt í samfélaginu alla sína tíð. Þau höfðu meðal annars verið meðal stofnenda Ungmennafélagsins Þróttar árið 1932. Þau fylgdust vel með starfsemi félagsins, voru dugleg að mæta á kappleiki og voru virkir þátttakendur í uppbyggingu félagsins.

Það var vel við hæfi að fyrsti kossinn þeirra átti sér stað á dansleik ungmennafélagsins í fyrsta félagsheimili þess á Vatnsleysuströnd.