Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti heimaleikur Keflvíkinga í kvöld - Stjarnan í heimsókn
Mánudagur 14. maí 2012 kl. 09:46

Fyrsti heimaleikur Keflvíkinga í kvöld - Stjarnan í heimsókn



Í kvöld verður leikið í Pepsi-deild karla í knattspyrnu er þrír leikir fara fram. Keflvíkingar leika fyrsta heimaleik sinn í sumar er Stjörnumenn koma í heimsókn en báðir leikir Keflvíkinga til þessa hafa farið fram á útivelli.

Úr þessum tveim útileikjum hafa komið 4 stig í hús og verður forvitnilegt að sjá hvað Keflvíkingar gera í kvöld á heimavelli gegn Stjörnunni.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 en klukkan 18:00 ætla Keflvíkingar að hita upp og grilla hamborgara fyrir stuðningsmenn.

Mynd: Keflvíkingar unnu glæsilegan sigur á grönnum sínum í síðustu umferð en takast á við sterkt lið Stjörnunnar í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024