Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsti heimaleikur HKR í kvöld
Þriðjudagur 21. október 2008 kl. 17:34

Fyrsti heimaleikur HKR í kvöld

Handknattleiksfélag Reykjanesbækar, HKR, leikur sinn fyrsta heimaleik í utandeildinni í handknattleik í kvöld. Í kvöld mæta þeir liði Leiftra á heimavelli sínum í íþróttahúsinu á Vallarheiði og hefst leikurinn kl. 18:45.

Í síðustu viku mætti liðið Aftureldingu í spennandi leik þar sem liðið skildu jöfn. Lokatölur leiksins urðu 32-32 þar sem HKR átti góðan möguleika á að fara með sigur af hólmi. Mikill uppgangur hefur verið hjá liðinu á þeim skamma tíma sem félagið hefur verið til og má búast við að liðið muni bæta sig með hverjum leiknum sem líður í vetur.

Ókeypis er á leikinn í kvöld og eru allir Suðurnesjamenn hvattir til að flykkjast í íþróttahúsið á Vallarheiði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024