Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsta umferð Lengjubikarsins
Byrjunarlið Keflvíkinga gegn Selfossi í A deild kvenna.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 15. febrúar 2021 kl. 10:01

Fyrsta umferð Lengjubikarsins

Fyrstu leikir í Lengjubikarnum í fótbolta fóru fram um helgina þegar A deildum karla og kvenna var ýtt úr vör.

Kvennalið Keflavíkur vann Selfoss 8:2 í Reykjaneshöllinni á laugardag.
Með liðinu spilaði Elín Helena Karlsdóttir sinn fyrsta leik með Keflavík en hún hefur verið fengið að láni frá Breiðablik fyrir komandi tímabil.
Mörk Keflvíkinga skoruðu þær Eva Lind Daníelsdóttir (13’, 29’), Marín Rún Guðmundsdóttir (30’), Dröfn Einarsdóttir (42’) og Natasha Anasi (53’). Selfyssingar voru skeinuhættir í teignum, sínum eigin teig, og skoruðu þrjú sjálfsmörk.
Næst leika stelpurnar gegn Val þann 1. mars á Origo-vellinum.

Karlalið Keflavíkur lék gegn Gróttu og fóru leikar 3:3. Keflavík leikur í riðli 2 í A deild.

Rúnar Þór Sigurgeirsson kom Keflavík yfir á 16. mínútu en Grótta svaraði með þremur mörkum áður en blásið var til hálfleiks. Rúnar Þór bætti öðru marki sínu við í seinni hálfleik (59') og Kian Williams tryggði jafntefli í uppbótartíma (90’+3).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Næsti leikur hjá Keflavík verður gegn Vestra í Reykjaneshöllinni næsta laugardag kl. 12:00.


Karlalið Grindavíkur tapaði fyrir HK 2:0 í A deild, riðli 1.

Næsti leikur þeirra verður gegn Val á Origo-vellinum næsta föstudag klukkan 19:00.


Reynir Sandgerði mætir Haukum á Ásvöllum á föstudaginn klukkan 18:30 í B deild, riðli 2.

Klukkan 16:00 á laugardag mæta Víðismenn KFC á Samsung-vellinum í B deild, riðli 2.

Þróttur Vogum hefur leik í B deild næsta laugardag þegar liðið mætir Elliða á Fylkisvellinum, leikurinn hefst klukkan 14:00.