Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsta tapið kom í Smáranum
Dominykas Milka var framlagshæstur Keflvíkinga í gær með tuttugu framlagspunkta, það segir ýmislegt um frammistöðu liðsins. Myndir úr safni Víkurfrétta
Föstudagur 28. október 2022 kl. 09:27

Fyrsta tapið kom í Smáranum

Keflavík tapaði sínu fyrsta leik á tímabilinu á meðan Njarðvík og Grindavík unnu sína leiki í Subway-deild karla í körfuknattleik en fjórða umferð hófst í gær. Keflavík og Njarðvík hafa sex stig að loknum fjórum umferðum en Grindavík fjögur.


Breiðablik - Keflavík 97:82

(13:24, 37:14, 24:20, 23:24)

Keflavík, sem lék án Harðar Axels Vilhjálmssonar og Jaka Brodrik, hófu leikinn vel á móti Blikum og höfðu ellefu stiga forystu í lok hans. Dæmið snerist við í öðrum leikhluta og gott betur en það, Keflavík skoraði aðeins fjórtán stig á meðan Breiðablik fór hamförum og skoraði 37 stig. Keflvíkingar jöfnuðu sig aldrei á þessum skell og heimamenn héldu öruggri forystu út leikinn.

Keflavík: Eric Ayala 20/10 fráköst, Igor Maric 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Dominykas Milka 15/9 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10/5 fráköst, Valur Orri Valsson 9/6 fráköst/6 stoðsendingar, David Okeke 7/6 fráköst, Nikola Orelj 3, Ólafur Ingi Styrmisson 2, Magnús Pétursson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Yngvi Freyr Óskarsson 0, Arnór Sveinsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar um leikinn


Stjarnan - Njarðvík 67:88

(15:23, 15:25, 15:24, 22:16)
Njarðvíkingar unnu þægilegan sigur á Stjörnunni.

Njarðvík: Oddur Rúnar Kristjánsson 20, Lisandro Rasio 16/11 fráköst, Nicolas Richotti 15/4 fráköst, Mario Matasovic 12/11 fráköst/3 varin skot, Dedrick Deon Basile 11/4 fráköst/9 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 10, Ólafur Helgi Jónsson 2, Elías Bjarki Pálsson 2, Jan Baginski 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0.

Nánar um leikinn


Grindavík - ÍR 84:79

(26:19, 15:28, 22:14, 21:18)
Jón Axel Guðmundsson fór fyrir Grindvíkingum í góðum sigri á ÍR. Mynd: Ingibergur Þór Jónasson

Grindvíkingar höfðu betur í jöfnum og spennandi leik gegn ÍR í HS Orkuhöllinni í gær. Eftir að hafa náð undirtökunum í byrjun leiks misstu Grindvíkingar ÍR-inga fram úr sér í öðrum leikhluta og gestirnir leiddu með sex stigum í hálfleik. ÍR jók forskotið í átta stig eftir leikhlé en Grindvíkingar lögðust á árarnar um miðbik þriðja leikhluta, unnu upp muninn og komust tveimur stigum yfir í lok hans. Heimamenn hleyptu gestunum ekki inn í leikinn í þeim fjórða, héldu forskotinu og höfðu sterkan sigur að lokum.

Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 23/7 fráköst/6 stoðsendingar, David Tinarris Azore 14/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/6 fráköst, Gkay Gaios Skordilis 10/10 fráköst, Bragi Guðmundsson 9/4 fráköst, Valdas Vasylius 7/9 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 4/10 fráköst, Hilmir Kristjánsson 3, Evangelos Tzolos 0, Arnór Tristan Helgason 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0.

Nánar um leikinn