Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Fyrsta tapið gegn Stólunum í 12 ár
  • Fyrsta tapið gegn Stólunum í 12 ár
    Jón Axel Guðmundsson.
Mánudagur 1. desember 2014 kl. 21:21

Fyrsta tapið gegn Stólunum í 12 ár

Jón Axel lék með Grindvíkingum - hugsanlega á heimleið

Grindvíkingar töpuðu í kvöld gegn Tindastólsmönnum í fyrsta sinn í tólf ár í deildarkeppi karla í körfubolta. Lokatölur urðu 97-102 en leikurinn fór fram á heimavelli Grindvíkinga. Það vakti athygli í leiknum að Jón Axel Guðmundsson lék með liði Grindvíkinga en hann stundar nám í framhaldskóla í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hann var heima í fríi en sögur herma að Jón Axel muni mæta á heimaslóðir á ný eftir áramót.
 
Stigahæstur í liði Grindavíkur var Rodney Alexander með 27 stig og 5 fráköst. Ólafur Ólafsson átti góðan leik en hann var með 23 stig.
 
Grindavík: Rodney Alexander 27/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 23/8 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 20/9 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 14/5 fráköst/9 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 5, Ómar Örn Sævarsson 4/12 fráköst, Hilmir Kristjánsson 4.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024