Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsta tap UMFG í 1. deildinni
Föstudagur 29. júní 2007 kl. 22:40

Fyrsta tap UMFG í 1. deildinni

Grindvíkingar töpuðu í kvöld sínum fyrsa leik í 1. deild karla í knattspyrnu þegar þeir lutu í gras fyrir Fjölni, 1-0, á útivelli. Markið skoraði Tómas Leifsson eftir um klukkustundarleik. Með þessu tapi er lið Fjarðarbyggðar komið upp að hlið Grindvíkinga á toppi deildarinnar.

Njarðvík og Reynir gerðu jafntefli í leikjum sínum, Reynir og Víkingur Ó gerði 2-2 jafntefli á Sparisjóðsvelli í Sandgerði og Njarðvík gerði 1-1 jafntefli við ÍBV í Eyjum.

Reynismenn lentu 1-0 undir en nafnarnir Hafsteinn Rúnarsson og Hafsteinn Friðriksson komu Reyni fljótlega yfir.

Eftir um klukkustundarleik misstu Reynismenn fyrirliða sinn, Hafstein Helgson, út af með tvö gul spjöld, og fóru Víkingar að sækja í sig veðrið. Þeir jöfnuðu svo skömmu fyrir leikslok og var það sanngjörn niðurstaða.

Njarðvíkingar sóttu stig á Hásteinsvöll í Eyjum þegar liðin gerðu jafntefli, 1-1. Eyjamenn komust yfir í byrjun leiks en Sverrir Þór Sverrisson jafnaði metin með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 35. mínútu.

Staðan í deildinni

Í 3. deildinni unnu GG og Víðir bæði sigra. GG vann KV 4-3 í spennandi leik og Víðir vann Augnablik á útivelli 3-0.

Staðan í deildinni

VF-mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024