Fyrsta tap Njarðvíkinga í 2. deildinni
Illa leiknir á Fáskrúðsfirði
Njarðvík tapaði sínum fyrsta leik í 2. deild karla þegar liðið heimsótti Leikni heim á Fáskrúðsfjörð. Lokatölur uðru 6-0 fyrir heimamenn sem að léku á alls oddi á fyrstu mínútum leiksins og voru komnir í 2-0 eftir um 10 mínútna leik.
Leiknismenn skoruðu svo 4 mörk á síðustu 10 mínútum leiksins þar sem að allar flóðgáttir opnuðust þegar Njarðvíkingar freistuðu þess að leggja allt í sölurnar til að reyna að jafna metin.
Leiknismenn hafa byrjað mótið gríðarlega vel og eru með fullt hús stiga eftir 5 umferðir. Njarðvíkingar geta þó enn vel við unað þrátt fyrir úrslitin í dag en þeir sitja í 4. sætinu með 10 stig.