Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fyrsta tap Keflvíkinga á tímabilinu
Andy Johnston tapaði sínum fyrsta leik með kvennaliði Keflavíkur í deildinni.
Miðvikudagur 6. nóvember 2013 kl. 20:52

Fyrsta tap Keflvíkinga á tímabilinu

Tap hjá öllum Suðurnesjaliðunum

Öll Suðurnesjaliðin þrjú töpuðu í Dominos-deild kvenna í kvöld. Njarðvíkingar töpuðu naumlega gegn Hamarskonum en bæði Keflavík og Grindavík töpuðu stórt á erfiðum útivöllum.

Hið áður ósigraða lið Keflvíkinga sá ekki til sólar í Hafnarfirði í kvöld, en þær töpuðu með 31 stigi gegn Haukum, 92-61. Keflvíkingar byrjuðu leikinn ágætlega og leiddu eftir fyrsta fjórðung. Svo tóku Haukar öll völd á vellinum og unnu sannfærandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Haukar-Keflavík 92-61 (20-22, 29-13, 25-11, 18-15)

Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 19/9 fráköst, Porsche Landry 16, Sara Rún Hinriksdóttir 16, Lovísa Falsdóttir 4, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Sandra Lind Þrastardóttir 2, Bríet Sif Hinriksdóttir 2.

Grindvíkingar fóru á Stykkishólm og töpuðu með 30 stiga mun gegn Snæfellingum á erfiðasta útivellinum það sem af er vetri. Hólmarar stjórnuðu leiknum frá upphafi og unnu verðskuldað 85-55.

Snæfell-Grindavík 85-55 (23-14, 22-14, 17-11, 23-16)

Grindavík: Lauren Oosdyke 16/10 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 12/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 11, María Ben Erlingsdóttir 6/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Helga Rut Hallgrímsdóttir 2/4 fráköst, Hrund Skuladóttir 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Alda Kristinsdóttir 0.
 

Njarðvíkingar töpuðu með aðeins eins stigs mun á heimavelli sínum gegn Hamarskonum. Njarðvíkingar höfðu yfirhöndina allan leikinn, eða þar til í síðasta leikhuta. Þá áttu gestirnir frá Hveragerði góðan sprett sem skilaði þeim sigri.


Njarðvík-Hamar 64-65 (15-9, 19-16, 15-15, 15-25)

Njarðvík: Jasmine Beverly 14/9 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 10, Svava Ósk Stefánsdóttir 10, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sara Dögg Margeirsdóttir 8, Erna Hákonardóttir 5/4 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 5/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/8 fráköst, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 0, Heiða B. Valdimarsdóttir 0, Marín Hrund Magnúsdóttir 0, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0.