Fyrsta tap Keflavíkurstúlkna á tímabilinu
Keflavík tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu gegn Haukum í Blue höllinni í Keflavík eftir framlengdan leik. Lokatölur urðu 74:75.
Haukar léku betur í fyrri hálfleik og hittnin hjá Keflavík var ekki eins góð og í síðustu leikjum. Keflavík náði að minnka muninn í síðari hálfleik og þegar flautað var til leiksloka var staðan 66:66. Í framlengingu tókst Haukastúlkum með keflvísku tvíburana, Bríeti Sif og Söru Rún Hinriksdætur að knýja fram sigur 74:75.
Daniela Morillo var atkvæðamest að vanda hjá Keflavík en kefvísku tvíburarnir hjá Haukum skoruðu saman um þriðjung stiga Hauka.
Keflavík-Haukar 74-75 (12-13, 15-23, 14-12, 25-18, 8-9)
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 26/30 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Erna Hákonardóttir 9, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9/6 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/5 fráköst/4 varin skot, Agnes María Svansdóttir 7, Katla Rún Garðarsdóttir 6/5 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Eva María Davíðsdóttir 0.
Haukar: Alyesha Lovett 20/13 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 19/7 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 11/11 fráköst/3 varin skot, Bríet Sif Hinriksdóttir 8/7 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Eva Margrét Kristjánsdóttir 4, Irena Sól Jónsdóttir 3, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 2/8 fráköst, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Shanna Dacanay 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0/7 fráköst.