Fyrsta meistaramótið haldið í júdó
Um helgina fór fram, í æfingaðstöðu júdódeildar Njarðvíkur, fyrsta mótið af þremur í Suðurnesjamótaröðinni. Mikil uppbygging hefur verið í júdó á Suðurnesjum síðustu misseri og það mikil fjölgun að möguleiki var á að byrja með meistaramót þar sem Suðurnesjaliðin myndu etja kappi. Góð mæting var á mótið en um 30 keppendur mættu frá tveimur félögum. Björn Sigurðarsson, alþjóðadómari, og Andrés Nieto Palma sáu um dómgæslu.
Í flokki U10 voru allir sigurvegarar enda ekkert grín að mæta á mót og leggja allt sitt í hverja viðureign.
Í flokkum eldri en tíu ára og eldri töldu fyrstu þrjú sætin til stiga fyrir liðin. Tveir ungir Þróttarar héldu uppi merkjum síns félags, unnu til verðlauna í flestum flokkum og uppskáru sextán stig fyrir sitt lið. Það voru þeir Alexander Smári Aðalgeirsson og Gunnar Axel.
Njarðvíkingar voru fjölmennari í þetta sinn og höfðu betur í stigakeppninni en spennandi verður að sjá hvernig þetta fer á heimavelli Þróttara í desember.
Úrslit voru eftirfarandi:
10–12 ára:
Stúlkur undir 30 kg
- sæti: Maryam Elsayed Badawy
- sæti: Malak Elsayed Badawy
- sæti: Sunna Dís Óskarsdóttir
Stúlkur yfir 30 kg
- sæti: Shukira Aljanabi
- sæti: Karítas Anja Vilhjálmsdóttir
Drengir undir 46 kg
- sæti: Gunnar Axel
- sæti: Benedikt Natan
Drengir undir 50 kg
- sæti: Fahid Sanad
- sæti: Gunnar Axel
- sæti: Alexander Smári/Benedikt Natan
Drengir undir 55 kg
- sæti: Alexander Smári
- sæti: Helgi Þór
- sæti: Gunnar Axel/Benedikt Natan
Drengir undir 60 kg
- sæti: Mikael
- sæti: Helgi Þór
- sæti: Fahid Sanad
Drengir yfir 60 kg
- sæti: Mikael
- sæti: Alexander Smári
- sæti: Helgi þór/Fahid Sanad
Keppendur í flokkum eldri en tíu ára gátu keppt í flokkum upp fyrir sig.
Opnir flokkar:
Opinn flokkur karla
- sæti: Ingólfur Rögnvaldsson
- sæti: Birkir Freyr Guðbjartsson
- sæti: Jóhannes Pálsson
Opinn flokkur kvenna
- sæti: Heiðrún Fjóla
- sæti: Kristina Podolyna