Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fyrsta knattspyrnukonan til að skrifa undir samning við Njarðvík
Frá undirskriftinni. Mynd af Facebook-síðu knattspyrnudeildar Njarðvíkur
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 23. október 2022 kl. 10:25

Fyrsta knattspyrnukonan til að skrifa undir samning við Njarðvík

María Rán Ágústsdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Njarðvíkur og er hún á sama tíma fyrsta knattspyrnukonan sem félagið semur við.

„María Rán er sextán ára, uppalin í Njarðvík og hefur verið mjög mikilvægur hlekkur og fyrirmynd í uppgangi kvennaboltans í yngri flokkum í Njarðvíkur,“ segir á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar. „Á örfáum árum hefur iðkendafjöldi hjá stelpum í félaginu farið úr örfáum í 100 og ennþá er að fjölga.“

Þetta eru gleðifréttir fyrir Njarðvíkinga og vonandi er María Rán sú fyrsta af mörgum sem gera samning við knattspyrnudeildina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024