Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsta Keflavíkursigrinum stolið af dómara leiksins
Dröfn Einarsdóttir skoraði mark Keflavíkur í gær. Mynd úr safni Víkurfrétta
Fimmtudagur 20. maí 2021 kl. 12:05

Fyrsta Keflavíkursigrinum stolið af dómara leiksins

Keflavík mætti Fylki í gær í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu og hafði eins marks forystu þegar dæmdur var vægast sagt afar vafasamur vítaspyrnudómur féll gegn Keflavík.

Leikurinn fór fjörlega af stað og bæði lið léku fast og sóttu. Það voru Keflvíkingar sem voru fyrri til að skora þegar Aerial Chavarin fór af harðfylgi fram hjá varnarmönnum Fylkis og gaf síðan á Dröfn Einarsdóttur sem kláraði með góðu skoti (31') og Keflavík komið í forystu. Dröfn var nálægt því að skora aftur fimm mínútum síðar þegar hún komst fram hjá markverði Fylkis en setti boltann í hliðarnetið.

Rétt undir lok fyrri hálfleiks átti Aerial skot sem markvörður Fylkiskvenna varði, boltinn barst til Abby Carchio sem skaut að marki en aftur varði Fylkismarkvörðurinn. Keflvíkingar óheppnar að vera aðeins einu marki yfir í hálfleik, 0:1.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Snemma í síðari hálfleik komst Aerial aftur í dauðafæri ein á móti markmanni en inn vildi boltinn ekki, skotið rétt fram hjá. Hún fékk annað færi skömmu síðar en það var varið.

Þá var komið að afdrifaríkum þætti dómara leiksins. Fylkiskonur sækja og leikmaður þeirra leikur boltanum út úr teig Keflvíkinga þegar dómarinn tekur upp flautuna og dæmir vítaspyrnu á Keflavík.

Leikmenn beggja liða stóðu agndofa og virtust ekkert skilja í neinu en vítið virðist dómarinn dæma á Natasha Anasi sem reyndi að ná til boltans en gerði það ekki, hún fór hins vegar ekki í leikmanninn sem fór lipurlega fram hjá henni og hefur sennilega verið allra mest hissa á dómnum – kannski að undanskilinni Anasi sjálfri.

Tiffany Sornpao varði vítaspyrnuna en ein Fylkiskvenna fylgdi vel á eftir og skoraði jöfnunarmark fram hjá Tiffany (60'). Tiffany átti góðan leik í marki Keflavíkur og sóknarmenn Keflvíkinga voru hættulegar í leiknum, hefðu á góðum degi sett nokkur mörk en það gekk ekki í gær.

Vítaspyrnudóminn vafasama má m.a. sjá á vefnum Vísir.is (sjá tengil hér fyrir neðan) þar sem honum er gefið nafnið „Draugavítið“ – dæmi hver fyrir sig.