Fyrsta jafntefli Keflavíkurkvenna
Keflavík og Fjölnir gerðu 1-1 jafntefli í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Þetta var fyrsta jafntefli Keflavíkur í deildinni í sumar. Vesna Smiljkovic gerði mark Keflavíkur á 65. mínútu en Fjölnir jafnaði metin á 72. mínútu leiksins og þar við sat.
Með sigri hefðu Keflavíkurkonur getað
Fjölnir fékk vítaspyrnu þegar um 10 mínútur voru til leiksloka en gestirnir skutu í slá í vítaspyrnunni og Keflavík náði að bægja hættunni frá.
Að lokinni umferð gærkvöldsins er Keflavík enn í 4. sæti og nú með 22 stig en Fjölnir hefur 13 stig í 6. sæti deildarinnar.
VF-mynd/ [email protected]