Fyrsta hring frestað á Toyotamótröðinni í Leiru
 Um eitthundrað kylfingar áttu að hefja leik á Toyotamótaröðinni í golfi á Hólmsvelli í Leiru í morgun en héldu aftur til síns heima þar sem fyrsta hring af þremur var frestað vegna veðurs. Suð-austan rok, um tuttugu metrar á sekúndu og slagveður á köflum gerði Hólmsvöll óleikhæfan.
Um eitthundrað kylfingar áttu að hefja leik á Toyotamótaröðinni í golfi á Hólmsvelli í Leiru í morgun en héldu aftur til síns heima þar sem fyrsta hring af þremur var frestað vegna veðurs. Suð-austan rok, um tuttugu metrar á sekúndu og slagveður á köflum gerði Hólmsvöll óleikhæfan. 
Um hádegi á að meta stöðuna og þá hvort leika eigi seinni hringinn í dag frá kl.13. Á meðan bíða um eitthundrað kylfingar í morgunkaffi og rólegheitum heima við en örfáir kylfingar bíða þó í golfskálanum í Leiru og höfðu það náðugt.
Gylfi Kristinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja sagði það ekkert skylt við golf að fara út á völl við þessar aðstæður. Um sjö til átta flaggstangir fuku hreinlega upp úr holunum í mestu vindhviðunum og tók Gylfi á það ráð að fara um allan völl og taka stangirnar úr holunum svo ekki yðru skemmdir á þeim. Allir bestu kylfingar landsins hafa skráð sig til leiks og Hólmsvöllur er í fantaformi.
Myndin: Frá Leirunni í morgun. VFsímamynd: Páll Ketilsson.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				