Fyrsta hluta Bikarkeppninnar í sundi lokið
Nú er fyrsta hluta lokið í Bikarkeppni SSÍ sem fram fer í Vatnaveröldinni í Reykjanesbæ. Í fyrstu deildinni leiðir Sundfélagið Ægir í kvennaflokki með 5886 stig en Sundfélag Hafnarfjarðar í karlaflokki með 5491 stig.
Ragnheiður Ragnarsdóttir úr Sunddeild KR setti Íslandsmet í 100 m skriðsundi er hún synti á tímanum 55.66, metið var 56.06 en hún átti það sjálf frá því á HM í Melbourne mars 2007.
Stigastaða eftir fyrsta hluta 1. deild:
Kvenna Ægir 5886
ÍRB 5226
Óðinn 5061
SH 4949
KR 4699
ÍA 4660
Karla SH 5491
Ægir 5121
ÍRB 4888
KR 4603
ÍA 4598
Óðinn 3996
Kvennalið Ægis – B leiðir aðra deildina með 4192 stig og karlalið Ægis – B leiðir einnig aðra deildina með 3933 stig
Bikar 2. deild
Stigastaða eftir fyrsta hluta 2. deild:
Kvenna Ægir B 4192
Ármann 3646
UMSK A 3571
Fjölnir 2578
Grindavík/Borgarnes 2116
UMSK B 1685
Karla Ægir B 3933
UMSK A 3522
Ármann 3442
Fjölnir 2415
Grindavík/Borgarnes 2231
UMSK B 1458
Mynd úr safni
Mynd úr safni