Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsta FIFA verkefni Magnúsar lokið
Miðvikudagur 28. mars 2007 kl. 15:11

Fyrsta FIFA verkefni Magnúsar lokið

Knattspyrnudómarinn Magnús Þórisson, sem dæmir fyrir Keflavík, varð fyrir skemmstu fjórði FIFA dómari Íslendinga og nú þegar hefur hann lokið sínu fyrsta verkefni á vegum sambandsins þar sem hann dæmdi á móti í Þýskalandi.

 

Mótið var fyrir U-17 ára karlalandslið í knattspyrnu þar sem heimamenn frá Þýskalandi höfðu sigur í riðlinum. Með Þjóðverjum í riðlinum voru Írar, Skotar og Grikkir en Magnús dæmdi leik Írlands og Skotlands og sagði hann viðureignina hafa verið ekta grannaslag þar sem hart var barist í rigningarbolta.

 

Magnús var svo varadómari í lokaleik riðilsins þar sem Þjóðverjar mættu Írum og höfðu heimamenn betur frammi fyrir um 10 þúsund manns. Þjóðverjar komust upp úr riðlinum og leika þeir í úrslitum í Belgíu í maí þar sem íslenska U 17 ára landsliðið mun einnig leika.

 

Fyrir liggja hjá Magnúsi ýmis FIFA verkefni í sumar en nokkuð öruggt er að hann dæmi í InterToto keppninni þar sem Keflavík mun taka þátt.

 

Ítarlegt viðtal er að finna við Magnús í TVF sem kemur út í dag en þar ræðir hann m.a. um FIFA prófin og veru sína í Róm á meðal fremstu knattspyrnudómara heims.

 

VF-mynd/ Magnús Þórisson ásamt besta knattspyrnudómara heims, Pierluigi Collina.

 

[email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024