Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrsta bikarmark Jónasar
Þriðjudagur 29. ágúst 2006 kl. 12:06

Fyrsta bikarmark Jónasar

Jónas Guðni Sævarsson er þekktur fyrir allt annað en að skora mörk. Keflvíkingar hafa gert flest mörk allra liða í Landsbankadeildinni en þar hefur Jónas ekki komið við sögu. Í gærkvöldi þegar Keflvíkingar kjöldrógu Víkinga 4-0 í undanúrslitum VISA bikarkeppninnar kom Jónas sínum mönnum á bragðið.

 

Jónas hefur aðeins gert eitt mark í Landsbankadeild og það var árið 2004 og hefur markaþurrðin hjá honum gefið meðspilurum Jónasar rúm til þess að stríða honum örlítið. „Núna sýndi ég strákunum að ég get skorað og tróð gríninu aftur ofan í þá,“ sagði Jónas léttur í bragði í samtali við Víkurfréttir eftir leikinn í gær.

 

Þrátt fyrir markið hyggst Jónas ekki færa sig framar á völlinn og segist vera bestur svona aftarlega á vellinum. Í sinni stöðu er Jónas á meðal þeirra fremstu hér á landi enda er hann vinnuhestur á miðjunni og skilar boltanum vel frá sér. Þá eru þeir ófáir boltarnir sem Jónas hefur unnið af andstæðingunum sem oftar en ekki hefur verið upphafið að einum af fjölmörgum leiftursóknum Keflavíkur.

 

Aðspurður um leik Keflavíkurliðsins í gær og hvort leikur af þeim gæðastaðli sem Keflavík sýndi gegn Víkingum myndi skila þeim bikarmeistaratitli svaraði Jónas: „Alveg klárlega og við ætlum okkur að verða bikarmeistarar. Við töpuðum gegn ÍA og þar voru fáir stuðningsmenn frá okkur á Skaganum. Þeir mættu vel á Laugardalsvöllinn og stóðu sig frábærlega. Þetta helst bara í hendur,“ sagði Jónas.

 

Jónas á frekar von á því að mæta KR í bikarúrslitum heldur en Þrótti. „Það yrði stærri leikur að mæta KR og myndi örugglega skapa meiri stemmningu,“ sagði Jónas að lokum.

 

Mynd 1: Jónas bendir á vinstri fótinn góða

Mynd 2: Hallgrímur Jónasson þrífur skóna hjá Jónasi

 

[email protected]

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024