Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrrum Keflvíkingar sáu um Grindavík
Jósef Kristinn skoraði mark Grindvíkinga.
Fimmtudagur 30. maí 2013 kl. 21:36

Fyrrum Keflvíkingar sáu um Grindavík

Grindvíkingar töpuðu gegn KR í bikarnum

Grindvíkingar áttu ekki erindi sem erfiði þegar þeir sóttu KR-inga heim í 32 liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta. Grindvíkingar máttu sætta sig við 3-1 tap en KR-ingar komust yfir eftir um hálftíma leik. Jósef Kristinn Jósefsson jafnaði fyrir Grindvíkinga þegar klukkutími var liðinn af leiknum en það voru svo fyrrum leikmenn Keflavíkur, þeir Jónas Guðni Sævarsson og Baldur Sigurðsson sem skorðuðu tvö mörk fyrir KR-inga skömmu síðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024