Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrirtæki bjóða á leik Grindavíkur og Fram á sunnudaginn
Föstudagur 23. september 2011 kl. 08:32

Fyrirtæki bjóða á leik Grindavíkur og Fram á sunnudaginn

Grindavík mætir Fram á Grindavíkurvelli í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Grindavíkurvelli á sunnudaginn kl. 16:00 í sannkölluðum úrslitaleik um hvort liðið fellur úr deildinni. Helstu bakhjarlar fótboltans, fyrirtækin Lýsi, Vísir, Þorbjörn og Stakkavík ætla að bjóða bæjarbúum á leikinn á sunnudaginn en forsíða leikskrár sem dreift verður í öll hús í kvöld vegna leiksins gildir sem aðgöngumiði fyrir alla fjölskylduna.

Þetta er að flestra mati mikilvægasti leikur Grindavíkurliðsins undanfarin fimm ár enda þýðir tap svo gott sem fall úr úrvalsdeildinni. Jafntefli er einnig slæmur kostur því þá þarf Grindavík að vinna ÍBV í Eyjum í lokaumferðinni og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Athugið að eingöngu með því að afhenda forsíðu leikskrárinnar í miðasölunni í leiknum á sunnudaginn fæst ókeypis aðgangur á völlinn fyrir fjölskylduna.