Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fyrirliði Víðismanna til Grindavíkur
Föstudagur 11. desember 2009 kl. 18:33

Fyrirliði Víðismanna til Grindavíkur

Rúnar Daníelsson markvörður hefur skrifað undir eins árs samning við Grindavík. Hann er 25 ára og hefur verið aðalmarkvörður og fyrirliði Víðis í Garði undanfarin ár en hann er sonur Daníels Einarssonar sem var sem klettur í vörn Víðis á árum áður.


Rúnar hefur æft með Grindavík undanfarnar vikur og staðið sig feikilega vel. Þar með hefur Rúnar komið við sögu hjá öllum Suðurnejsaliðunum því hann á skráða leiki fyrir Njarðvík og Reyni og var auk þess varamarkvörður Keflavíkur fyrir nokkrum árum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Grindvík er því vel sett með markverði fyrir næsta sumar og munu Rúnar og Óskar Pétursson berjast um markmannsstöðuna ásamt hinum bráðefnilega Benóný Þórhallssyni.