Fyrirhugað að stækka Kirkjubólsvöll í 18 holur
Hugmyndir eru uppi um endurbætur á Kirkjubólsvelli í Sandgerði og stefnt er að því að stækka hann í 18 holu völl. Þetta er ekki síst að áeggjan bæjarstjórnar Sandgerðis, sem hefur lofað góðum stuðningi við verkefnið. Viðræður þar að lútandi eru í gangi, að því er fram kemur á heimasíðu GSG.
Þá hefur klúbburinn ráðið nýjan framkvæmdastjóra, en það er Vilborg Auðunsdóttir, sem hefur unnið hjá GR. Hún mun sjá um skálann og hafa yfirumsjón með öllum mótum sumarsins.
Aðalfundur GSG var haldinn fyrir skömmu. Þar flutti Guðmundur Einarsson, formaður, skýrslu stjórnar, gjaldkeri lagði fram reikninga og stjórnin og aðrir, sem kjósa mátti um, voru endurkjörnir.
Ný gjaldskrá félagsgjalda var samþykkt og er svohljóðandi:
Einstaklingar kr. 35.000
Hjón kr. 48.000
Unglingar 17 - 19 ára kr. 23.000
Unglingar 14 - 16 ára kr. 15.000
Unglingar 13 ára og yngri ókeypis!
67 ára og eldri kr. 17.000
Allir eiga að hafa greitt fyrir miðjan maí. Þeir sem ekki hafa gengið frá sínum málum þá, teljast hafa sagt sig úr klúbbnum og verða teknir af félagaskrá.