Föstudagur 2. mars 2007 kl. 10:31
Fylkir Reykjavíkurmeistari: Haukur Ingi tók við bikarnum
Fylkismenn urðu Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu í gærkvöldi eftir 3-1 sigur á Víking í Egilshöllinni. Keflvíkingurinn Haukur Ingi Guðnason, fyrirliði Fylkis, tók við sigurlaununum í leikslok.
Fylkismenn komust í 3-0 áður en Víkingar minnkuðu muninn úr vítaspyrnu. Haukur Ingi var í byrjunarliði Fylkis í gær en komst ekki á blað sem markaskorari.
Mynd: Hrafn Garðarsson, www.fotbolti.net