Mánudagur 25. mars 2013 kl. 13:37
Fundað um kvennaknattspyrnu í kvöld
Fundur verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í kvöld, mánudaginn 25. mars kl 20:00. Þar verða kynntar hugmyndir að framtíðarskipan kvennaknattspyrnu í Reykjanesbæ.
Vonast er til þess að allir áhugamenn um eflingu kvennaknattspyrnu mæti á fundinn til skrafs og ráðagerða.