Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

FS og Superform sigruðu á þrekmótaröðinni
Hrefna Sif Svavarsdóttir, Guðný Petrína Þórðardóttir, Hafdís Ýr Óskarsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Eiríka Lín Friðriksdóttir.
Miðvikudagur 1. nóvember 2017 kl. 06:00

FS og Superform sigruðu á þrekmótaröðinni

Tvö lið úr hópi sem æfir Superform í Sporthúsinu á Ásbrú náðu góðum árangri á haustmóti Þrekmótaraðarinnar sem fram fór í Digranesi í Kópavogi sl. helgi.
Keppendur komu frá 20 mismunandi æfingastöðvum víðs vegar frá landinu öllu. Haustmótið er síðasta mótið af þremur í þrekmótaröðinni og saman stóð af 9 greinum sem liðsmenn skiptu á milli sín ásamt því að þurfa að hlaupa 1 km í byrjun. Það lið sem var með besta tímann vann. Lið frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja sigraði í framhaldsskólakeppninni.

Strákalið Superform endaði í 2. sæti í opnum flokki karla og stelpuliðið gerði sér lítið fyrir og sigraði í opnum kvennaflokki á mótinu.  Crossfit Suðurnes varð í 3. sæti í kvennaflokki.
Kristjana H. Gunnarsdóttir frá Lífsstíl varð í 2. sæti og Árdís L. Gísladóttir í 3. sæti í einstaklingskeppni kvenna 39 ára og eldri. Þær æfar báðar í Lífsstíl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Strákalið Superform: Árni Freyr Ásgeirsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Birgir Júlíus Olsen, Magnús Sverrir Þorsteinsson og Erik Olaf Pedro.