Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frítt fyrir börn á grunnskólaaldri
Þriðjudagur 15. nóvember 2005 kl. 09:52

Frítt fyrir börn á grunnskólaaldri

Keflvíkingar taka á móti lettneska liðinu BK Riga í Evrópukeppninni í körfuknattleik á fimmtudag. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Sláturhúsinu og það verður frítt á leikinn fyrir börn á grunnskólaaldri sem taka einn fullorðinn með sér. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er kr. 1000.

Keflvíkingar eiga möguleika á því að halda áfram í keppninni en þá verða þeir að leggja BK Riga að velli með 19 stiga mun því leiknum ytra lauk með 18 stiga sigri BK Riga, 99-81.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024