Frítt fyrir alla í Metabolic alla vikuna
Metabolic eru hópaþrektímar hannaðir af Helga Jónasi Guðfinnssyni, styrktarþjálfara, kennara við ÍAK einkaþjálfaranám Keilis og körfuknattleiksþjálfara.
Tímarnir hafa algjörlega slegið í gegn og komið sem ferskur blær inní heilsuræktarflóruna í Reykjanesbæ og í Grindavík.
10 tímar eru í viku í íþróttahúsinu á Ásbrú og í tilefni heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ bjóða Helgi Jónas og Sævar Borgars, Metabolic kennarar á Ásbrú, öllum sem vilja, að mæta þessa vikuna.
Gríptu tækifærið - Nýtt Metabolic námskeið á Ásbrú hefst 17. október.
www.facebook.com/styrktarthjalfun