Föstudagur 20. ágúst 2010 kl. 09:20
Frítt á leik Njarðvíkur og ÍA í kvöld
Í tilefni af víglsu nýrrar stúku á Njarðtaksvellinum býður Norðurál stuðningsmönnum á leik Njarðvíkur og Akraness í 1.deild karla í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.
Njarðvíkingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda til hífa sig upp af botni deildarinnar en Skagamenn eru í sjöunda sæti.