Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frítt á æfingar hjá UMFN í september
Föstudagur 1. september 2006 kl. 22:04

Frítt á æfingar hjá UMFN í september

Þeir sem hafa áhuga á því að reyna sig í körfuknattleik geta mætt frítt á æfingar í septembermánuði hjá körfuknattleiksdeild UMFN. Æfingatafla félagsins er nú fullmótið en hana er hægt að sjá hér að neðan.

Æfingar hefjast á mánudaginn kemur, 4. september.

Þjálfarar yngri flokka í ár eru eftirtaldir:
Mb 6 ára og yngri   Guðni Erlendsson & Agnar Gunnarsson
Mb 7-8 ára          Guðni Erlendsson
Mb 9-10 ára strákar Guðni Erlendsson & Daníel Guðmundsson Mb 9-10 ára stelpur Helga Hafsteinsdóttir & Jóhann Ólafsson
Mb 11 ára strákar   Daníel Guðmundsson
Mb 11 ára stúlkur   Bylgja Sverrisdóttir
7.fl karla          Örvar Kristjánsson
7.fl kvenna         Bylgja Sverrisdóttir
8.fl karla          Jóhann Ólafsson
9.fl karla          Örvar Kristjánsson
9.fl kvenna         Harpa Magnúsdóttir
10.-11.fl karla     Jeb Ivey
Stúlknaflokkur      Harpa Magnúsdóttir
Unglingaflokkur ka  Einar Árni Jóhannsson

Yfirþjálfari er Einar Árni Jóhannsson.

Í þessum hópi eru tvir nýjir þjálfarar. Harpa Magnúsdóttir er fyrrum leikmaður UMFN og verður með eldri kvennaflokka. Harpa kennir við Njarðvíkurskóla. Daníel Guðmundsson er einnig nýr þjálfari en Daníel er uppalinn í UMFN. Hann stundar næstu þrjú árin nám við íþróttafræði í Akademíunni í Reykjanesbæ en mun einnig þjálfa í minniboltanum.

 



        

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024